Viðhorf og væntingar til kynlífs í nýju sambandi.

test

Hér má lesa viðtal sem birtist í Brúðarblaði Morgunblaðsins 2018. Einnig má lesa það hér fyrir neðan.

Áslaug Kristjáns­dótt­ir starfar sem kyn­lífs­ráðgjafi á Domus Ment­is, Geðheilsu­stöð. Hún seg­ir að í aðdrag­anda gift­inga þegar und­ir­bún­ing­ur­inn er í há­marki ættu brúðhjón að gera með sér samn­ing um hvernig kyn­lífs þau vilja njóta í líf­inu.

Brúðkaup eru oft­ar en ekki hald­in með pomp og prakt. Und­ir­bún­ing­ur­inn er tals­verður enda hafa brúðhjón­in í ýmsu að snú­ast. „Að mínu mati er mik­il­vægt á þess­um tíma­mót­um að ræða um og jafn­vel gera með sér samn­ing um kyn­lífið í hjóna­band­inu. Marg­ir eru með fjár­mál­in á hreinu og gera jafn­vel kaup­mála fyr­ir brúðkaupið. Þau vita hvar þau ætla að búa, hvað þau lang­ar í mörg börn og fleira. En oft­ar en ekki gleym­ist samn­ing­ur­inn um kyn­lífið,“ seg­ir Áslaug og held­ur áfram. „Spurn­ing­ar eins og: Hvaða vænt­ing­ar hef­ur þú til kyn­lífs í þessu hjóna­bandi? Hvernig ætl­um við að hafa það næstu árin eða í framtíðinni? skipta máli að mínu mati,“ seg­ir Áslaug.

Hún seg­ir að sam­kvæmt rann­sókn­um virðist þetta mál­efni vera áskor­un fyr­ir okk­ur öll.

„Rann­sókn­ir sýna að við töl­um ekki um kyn­líf við þann sem við stund­um kyn­líf með. Í mín­um huga er það frá­leitt þar sem gott kyn­líf snýst um sam­skipti, vænt­inga­stjórn­un og sam­still­ingu.“

Setjið ykk­ur mark­mið og farið eft­ir þeim

Áslaug mæl­ir með að fólk setji sér mark­mið, fari eft­ir þeim og þannig sé hægt að mæla hvort það virki eða ekki. „Það er á okk­ar eig­in ábyrgð að stunda gott kyn­líf og að fram­fylgja samn­ing­um sem við ger­um. Ég kalla alla til ábyrgðar fyr­ir sína eig­in kyn­lífs­ham­ingju. Það ber eng­inn ann­ar ábyrgð á því að ég fái eitt­hvað út úr kyn­líf­inu.“

Að mati Áslaug­ar er slæm hug­mynd að ákveða magn kyn­lífs. Hún set­ur gæðin um­fram magnið og aðstoðar fólk við að tengj­ast og eign­ast náið sam­band.

„Kyn­líf er ein­mitt það sem teng­ir okk­ur sem pör í sam­bönd­um, sem við eig­um vana­lega ekki við aðra utan sam­bands okk­ar.“

Hún seg­ir mann­fólkið ólíkt í eðli sínu og við höf­um mis­mikla löng­un í kyn­líf. „Fólk þarf að velta fyr­ir sér hversu auðvelt það eigi með að fram­kalla kyn­lífslöng­un hjá sér. Það þarf að velta fyr­ir sér hlut­um eins og: Veit ég hvað ég vil yfir höfuð í kyn­líf­inu mínu? Það lang­ar eng­an í eitt­hvað sem er eins og skylda eða vinna inn­an sam­bands­ins.“

Þegar kyn­lífið fjar­ar út í sam­bönd­um

Hvað ger­ir fólk sem er hætt að stunda kyn­líf í sam­bönd­um? „Þegar kyn­lífið er staðnað leita þeir sem eru í góðum sam­bönd­um oft í kyn­lífs­ráðgjöf. Þess­ir ein­stak­ling­ar hafa kannski ekki náð að viðhalda ástríðunni í sam­band­inu.“

Hún bend­ir á hvað það er miklu al­geng­ara að fólk ræði skuld­bind­ing­ar sín­ar í sam­bönd­um held­ur en ástríðu.

Jafn­framt bend­ir Áslaug á þá spurn­ingu: Hvernig get­ur þig langað í það sem þú átt nú þegar?

„Þarna erum við kom­in að eró­tík, spennu, eða ein­hverju nýju. Þegar ég veit allt um mak­ann minn og er ör­ugg með hann, þá get­ur hjálpað til í sam­bönd­um að gera eitt­hvað nýtt og spenn­andi.“

Hún seg­ir að við lif­um á tím­um þar sem eðli­legt er að allt sé einnota. „Ef eitt­hvað bil­ar þá hend­um við því til hliðar, við ger­um ekki við hlut­ina í jafn mikl­um mæli og áður. Við jafn­vel fáum okk­ur nýja hluti þó að þeir gömlu séu vel not­hæf­ir.“

Hún seg­ir að þrátt fyr­ir þetta sé yngra fólk vilj­ugra að nýta sér kyn­lífs- eða sam­bands­ráðgjöf en þeir eldri. „Lík­lega er það kyn­slóðamun­ur, hvenær þykir eðli­legt að leita sér aðstoðar sér­fræðinga og hversu mikið við eig­um bara að þjást í hljóði.“

Al­geng­ustu áskor­an­irn­ar í sam­bönd­um

Al­geng­ustu áskor­an­irn­ar að mati Áslaug­ar eru mis­mun­andi áhugi á kyn­lífi í sam­bönd­um. Þegar ann­ar aðil­inn vill meira en hinn. Eins geta áskor­an­ir fal­ist í ris­vanda­mál­um, sárs­auka við sam­far­ir og fleira.

Þegar ann­ar aðil­inn eða báðir loka á kyn­líf í sam­bönd­um geta alls kon­ar hlut­ir verið upp á ten­ingn­um að henn­ar mati. „Stund­um not­um við þetta sem vopn, stund­um til að stjórna. Ég mæli aldrei með því. Þar sem það er mjög eyðileggj­andi fyr­ir sam­bönd­in okk­ar. Stund­um erum við ekki að sinna sam­bönd­un­um okk­ar. Við erum upp­tek­in með marg­ar skyld­ur, börn, for­eldra, heim­ili og fleira svo kyn­lífið sit­ur á hak­an­um.“

Til þess að fólk geti átt gott kyn­líf þarf það að vera til­búið að taka ábyrgð á sínu eig­in kyn­lífi og breyta hugs­un og hegðun sinni að mati Áslaug­ar. „Þeir sem eru vilj­ug­ir að taka ráðlegg­ing­um og eru til­bún­ir að taka á sig vinn­una upp­lifa hvað mestu breyt­ing­arn­ar.“

Áslaug tal­ar um hvernig það að taka ábyrgð á maka okk­ar get­ur valdið álagi á kyn­lífið okk­ar. „Ef við byrj­um að ann­ast maka okk­ar, þá erum við þannig gerð af nátt­úr­unn­ar hendi að við hætt­um að hafa kyn­ferðis­leg­an áhuga á hon­um. Kyn­líf snýst um að langa í en ekki að ein­hver þurfi eitt­hvað frá þér.“

Hún gef­ur góð ráð til að auka spennu og gæði kyn­lífs í sam­bönd­um. „Ef maður lít­ur á fram­hjá­hald sem stund­um er notað sem krydd í kyn­líf þá tala þeir sem standa í fram­hjá­haldi gjarn­an um hversu mik­ill tími fer í slíkt og hversu mik­il spenna get­ur fylgt því. En ef fólk eyddi þeirri orku í sam­bandið sitt myndi það mögu­lega upp­skera eft­ir því í gæðum og ár­angri.“

Hvernig býr maður til spennu í hjóna­bönd­um? „Það er mis­jafnt á milli fólks. Sum­ir fara í íþrótt­ir og ná þannig upp hjart­slætti. Önnur pör ferðast sam­an, fá pöss­un og rækta hvort annað. Þú verður að vita hvað þér þykir áhuga­vert og gott til að geta leiðbeint öðrum um þig.“

Áslaug hvet­ur fólk til þess að leita sér aðstoðar áður en sam­bandið er komið á síðasta sölu­dag. „Nú er tími ferm­inga og þá sér maður hvernig góður und­ir­bún­ing­ur get­ur verið hjálp­leg­ur. Ferm­ing­ar­börn þurfa að ganga í heilt ár til prests og fá allskon­ar fræðslu tengda ferm­ing­unni. Ég spyr mig oft að því af hverju slík fræðsla sé ekki í boði fyr­ir þá sem eru að ganga í hjóna­band? Hjóna­nám­skeið eða sam­bands­ráðgjöf væri kjörið tæki­færi fyr­ir til­von­andi hjón eða nýgifta, því sam­kvæmt rann­sókn­um eru ákveðnir hlut­ir sem virka í sam­bönd­um og aðrir sem virka síður. Eitt viðtal í upp­hafi hjóna­bands gef­ur litla fræðslu fyr­ir fólk sem hef­ur áhuga á að láta hjóna­bandið sitt end­ast út æv­ina.“

Gott kyn­líf er skemmti­leg áskor­un

Áslaug seg­ir að það sé skemmti­leg áskor­un að eiga gott kyn­lífs­sam­band við maka sinn, og hún lík­ir þessu við að fara út að borða. „Ég segi oft við fólk að það sé ekk­ert mál að borða á sama veit­inga­húsi út æv­ina, en það þýði ekki að panta sér alltaf bara spa­gettí af mat­seðlin­um. Við verðum leið á því. Mann­skepn­an er mikið fyr­ir rútínu, og það á við um sam­bönd og kyn­líf eins og allt annað. Við þurf­um að vera vak­andi fyr­ir þessu,“ seg­ir hún og bæt­ir við: „Kyn­líf er ekki það sama og sam­far­ir. En sam­kvæmt rann­sókn sem gerð var árið 2010 þá talaði fólk um 41 at­höfn sem kyn­líf sam­kvæmt sín­um skiln­ingi.“