Áslaug Kristjáns
  • Heim
  • Viltu vinna með mér?
    • Samtalsmeðferð
    • Fyrirlestrar
  • Um mig
  • Blogg
  • Hafðu Samband
  • Heim
  • Viltu vinna með mér?
    • Samtalsmeðferð
    • Fyrirlestrar
  • Um mig
  • Blogg
  • Hafðu Samband

Samtalsmeðferð

Áslaug býður uppá samtalsmeðferð og handleiðslu fyrir einstaklinga og pör á Domus Mentis geðheilsustöð. Áslaug er lærður kynlífsráðgjafi auk þess sinnir hún áfallameðferð. Hún hefur starfsleyfi frá Landlæknisembættinu.

Hvernig fer samtalsmeðferð fram?

Einstaklingsmeðferð – miðar að því að frelsa einstaklinginn undan einhverju oki, t.d. áhrifum áfalls, lélegu sjálfsmati eða rangra upplýsinga. Þessir þættir eru algengir orsakaþættir í kynlífsvanda. Í einstaklingsmeðferð er farið yfir nýjar leiðir til að bæta lífsgæði einstaklingsins.

Parameðferð – hugmyndafræðin í parameðferð og kynlífsráðgjöf er að parið vinni saman að lausn vandans til að öðlast aukin lífsgæði. Kynlífsvandi er eðli málsins samkvæmt vandi parsins ekki einstaklingsins. Í kynlífsráðgjöf er unnið að lausnum með samtali og fræðslu í viðtalstímunum. Parið fær heimaverkefni eða æfingar milli tíma.

Algeng vandamál sem unnið er með í kynlífsráðgjöf:

  • Minnkuð kynlöngun. Algeng orsök er streita, sambandinu og kynlífinu ekki sinnt til margra ára, kynlífið orði einhæft eða spennan og gleðin farin úr því.
  • Risvandamál.
  • Fullnægingarvandi. Brátt sáðlát eða seinkuð fullnæging
  • Samskiptavandi.
  • Sársauki við samfarir.
  • Framhjáhald eða trúnaðarbrestur.

Kostnaður

Greitt er fyrir viðtalið á staðnum. Hægt er að greiða með greiðslukorti sé þess óskað. Flest stéttarfélög taka þátt í niðurgreiðslu samtalsmeðferðar.

Ef breyta þarf tíma eða hætta við skal það gert með sólarhrings fyrirvara. Sé afboðað síðar eða ekki mætt í viðtal án afboðunar er rukkað afboðunargjald.

Panta tíma

©2017 | Allur Réttur Áskilinn | ÁSLAUG KRISTJÁNS