Fyrirlestrar
Áslaug er eftirsóttur fyrirlesari á sviði samskipta, heilsu og kynlífs. Í erindum sínum fjallar hún um áhrif veikinda á kynlíf og sambönd, hvernig við gröfum undan samböndum okkar og kennir áheyrendum aðferðir til að breyta samböndum sínum til hins betra. Áslaug útskýrir hvernig má koma á jafnvægi á milli vinnu og einkalífs, áhrifa streitu á kynlíf og hvernig sambönd eru grunnurinn að tilveru okkar hvort sem þau eru rómantísk eða vinnutengd.
Vinsælir fyrirlestrar:
1: Að byggja upp viðskiptasamband sem dafnar er eins og að vera í góðu hjónabandi.
Fyrirlestur fyrir vinnustaði. Það að stofna og reka fyrirtæki er ekki ólíkt því að stofna til hjónabands. Samkvæmt prófessor við Harvard háskóla hætta 65% fyrirtækja rekstri vegna ágreinings milli eigenda.
Hjónabönd eru flókin en viðskiptasambönd enn flóknari. Starfsmannahald og fjárhagsáætlanir eru aukið álag á annars flókið samband. Óskilvirkt samband milli eigenda getur verulega dregið úr hagnaði fyrirtækis og jafnvel grandað því.
Fyrirlesturinn fjallar um þá þætti sem takast stöðugt á í samböndum; að sækjast eftir öryggi og stöðugleika í jafnvægi við nýjungar og sköpun. Áslaug ræðir um hvernig við tökumst á við sambönd í vinnunni og heima.
2: Börnin fá helminginn.
Fyrirlestur fyrir foreldra á tímum fullkomnunar. Framtíð fjölskyldunnar veltur á því að foreldrar séu ástfangnir og líði vel saman. Flestir foreldrar eru að sligast undan kröfum nútímans. Foreldrar eiga að sinna börnunum 100%, vera góð fyrirvinna, góður vinur og lifa spennandi kynlífi.
Í þessum fyrirlestri er farið yfir hvað við höfum lært af rannsóknum um hvað greinir góð sambönd frá þeim sem endast ekki. Foreldrar fá verkfæri til þess að halda sambandi sínu lifandi og skemmtilegu og læra hvernig má koma á jafnvægi milli þess að vera foreldri og maki.
3: Kynlíf og veikindi.
Fyrirlestrar fyrir sjúklingasambönd og heilbrigðisstarfsfólk. Farið er yfir áhrif veikinda á sambönd og kynlíf. Ójafnvægi skapast þegar maki veikist. Hlutverk í samböndum breytast sem getur haft veruleg áhrif á kynlíf fólks.
Farið er yfir áhrif mismunandi sjúkdóma og meðferða við þeim á kynlíf og sambönd. Ræddar eru leiðir til að takast á við ójafnvægið sem veikindi skapa. Áheyrendur fara heim með aðferðir til að bæta lífsgæði sjúklinga.