Lífið er kynlíf – handbók kynfræðings um langtímasambönd byggir á alþjóðlegum rannsóknum og reynslu minni sem sambands- og kynlífsráðgjafa.
Hún er sex kaflar og ég leiði lesendur í gegnum þá eins og ég myndi gera í kynlífsráðgjöf. Ég fer yfir algengustu umkvörtunarefni og æfingar. Í henni eru líka dæmisögur; við fylgjum einu pari í gegnum viðfangsefni hvers kafla.
Skemmtilegri sambönd
Efni bókarinnar er fyrst og fremst hugsað fyrir fólk í langtímasamböndum sem vill bæta kynlíf sitt og er bæði byggð á starfsreynslu minni og rannsóknum kynfræðinga síðustu áratugi.
„Flestir vilja vera í langtímasambandi. Þrátt fyrir sambandsslit vill fólk reyna aftur að finna förunautaftur, eins og aðsókn í stefnumótaforrit sýnir. Fólk giftir sig í annað og jafnvel þriðja skiptið. Við viljum para okkur.“
Þegar fólk hefur verið lengi saman getur komið þreyta í samlífið og getur skortur á kynlífi verið skilnaðarsök. Miðað við mína reynslu getur kynlífsleysi reynst banabiti langtímasambanda. Ef við bætum þann þátt getum við gert langtímasambönd skemmtilegri og lífvænlegri.
Betri heilsa, betri kynheilsa
Kynheilbrigði er hluti af almennu heilbrigði. „Kynheilsa er allt það sem snýr að heilbrigði okkar sem kynverur. Við erum öll kynverur, því það er partur af mannlegu eðli.“ Þegar við hlúum að líkamlegri heilsu, hlúum við að kynheilsunni um leið. „Ef þú ert líkamlega heilbrigður, ertu líklega kynheilbrigðari, því allt sem við gerum fyrir heilsuna hefur áhrif á kynheilbrigði.“
Þegar við hugsum um að næra okkur rétt, hreyfa okkur og draga úr streita, sinnum við kynheilsunni í leiðinni. „Alveg eins og þegar við byggjum upp vöðva styrkjum við beinin um leið, við bara sjáum það ekki“. Streita er stærsti skaðvaldurinn. „Allt sem við getum gert til að minnka streitu er gott fyrir kynheilbrigði okkar. Í bókinni má finna aðferðir til að takast á við streitu.“
Svefn hefur einnig gríðarleg áhrif á kynlíf. „Rannsóknir sýna að ef þú sefur klukkutíma lengur en meðalsvefntími aukast líkur á að þú stundir kynlíf næsta kvöld um 14%.“
Heilsufarslegur ávinningur kynlífs
Rannsóknir sýna fram á að kynlíf sé heilsubætandi. „Það styrkir ónæmiskerfi, eykur svefngæði, bætir hjartaheilsuna og það hefur góð áhrif á andlega heilsu. Við að stunda kynlíf losum við gleðihormón og eflum tengslin við maka eða þann sem við stundum kynlíf með.“ Sami ávinningur hlýst af sjálfsfróun, fyrir utan tengslin við aðra manneskju.
Kynlíf hefur einnig góð áhrif á heilsu þeirra sem eru komnir á sín efri ár. „Fólk sem er komið yfir áttrætt er enn að stunda kynlíf, kannski í breyttri mynd, og það hefur jákvæð áhrif á heilsu þeirra. Við hættum ekki að vera kynverur fyrr en við deyjum.“
Viðtal sem birtist í Heilsublaði Nettó 31. ágúst – 10. september 2023 Heilsublað Nettó
Bókin fæst nú í verslunum um allt land.
Þú finnur hana í Nettó búðunum, Penninn/Eymundsson, Blush, Forlaginu, Hagkaup, Salka bókabúð, og í netbúðum.